Þingmenn Norðvesturkjördæmis í heimsókn

 

Elsa Lára Arnardóttir og Ásmundur Einar Daðason þingmenn Norðvesturkjördæmis heimsóttu FVA föstudaginn 21. ágúst.  Elsa Lára og Ásmundur Daði hittu starfsfólk og nemendur skólans og fræddust um starfsemi hans.

Skólasetning

Þann 18. ágúst var skólinn settur og tekið var á móti nýnemum á sal skólans. Að skólasetningu lokinni hittu nýnemar umsjónarkennara sína og fóru í ratleik sem jafnframt var fræðsla um skólann.  Vinningshafar ratleiksins voru Marvin Daði Ægisson, Margrét Ingólfsdóttir, Svandís Karlsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir.  Eftir ratleikinn var nýnemum boðinn hádegisverður í mötuneyti skólans.

 

Kynningarfundur um nám með vinnu

Föstudaginn 21. ágúst verður kynningarfundur um nám með vinnu kl. 17:00.

Tilkynning til nemenda á afreksíþróttasviði

Tilkynning fyrir nemendur á Afreksíþróttasviði  (ÍÞRÓ1AF05).        

Mæting í stofu B207, fimmtudaginn 20/08/2015 kl. 9.45 í stofu B207.

Miðvikudagstíminn 19/08/2015 fellur niður.

Töflubreytingar í Innu

Búið er að opna fyrir Innu, nemendur geta sótt um töflubreytingar í Innu. Opið verður fyrir beiðni um töflubreytingu til miðnættis 21. ágúst.

Beiðni um töflubreytingar verður svarað mánudaginn 24. ágúst.

Leiðbeiningar um töflubeytingar verða sendar í tölvupósti til nemenda og á Plútó.

Sjúkraliðanám 2015

  • Námið er 120 einingar og veitir starfsréttindi sem löggildur sjúkraliði.
  • Kennsla fer að mestu fram í fjarnámi en auk þess koma nemendur í skólann í staðbundnar lotur.
  • Verklegt nám getur farið fram á sjúkrahúsi, heilsugæslu og dvalarheimili. 
  • Dæmi um námsgreinar eru: Hjúkrunarfræði, heilbrigðisfræði, sjúkdómafræði, líkamsbeiting, skyndihjálp, næringarfræði og lyfjafræði.

 

Upphaf haustannar

Alls munu um 140 nýnemar fæddir 1999 eða síðar hefja nám á brautum skólans í haust. Starfsfólk skólans býður nýnemana hjartanlega velkomna.

Móttaka fyrir nýnema verður á sal skólans þriðjudaginn 18. ágúst kl. 10.00.

Kennsla samkvæmt stundatöflu hefst miðvikudaginn 19. ágúst.

Föstudaginn 21. ágúst verður kynningarfundur um nám með vinnu kl. 17:00.

 

Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní vegna sumarleyfa starfsfólks.

Opnum aftur 4. ágúst kl. 10:00.

Gleðilegt sumar.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00