Útskrift desember 2017
Útskrift desember 2017
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytileiki
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytileiki
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Previous Next Play Pause
1 2 3

Þá er stórskemmtilegri viku að ljúka. Nemendur hafa sótt fjölbreytt námskeið og viðburði bæði innanbæjar og utan. Veðrið hafði smá áhrif á dagskrána og þurftum við að aflýsa örfáum viðburðum til dæmis skíðaferð og skautaferð. Þrátt fyrir það gekk allt mjög vel fyrir sig og eru nemendur nú að undirbúa sig fyrir glæsilega árshátíð nemendafélagsins. Húsið opnar

Þá er komið að næsta viðburði Hreyfikorts FVA. Þessi viðburður er líka partur af opnum dögum EN það eru allir nemendur og starfsmenn velkomnir í Tarzanleik þriðjudaginn 20. febrúar í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 14:00 (hvort sem þeir hafa skráð sig eða ekki). Allir sem taka þátt fá skráða mætingu

Skráning á námskeið á opnum dögum hefst í dag, fimmtudag, kl. 16:00. Slóðin er embla.fva.is/od og nota nemendur aðgang sinn að tölvukerfi skólans til að skrá sig inn. Hver nemandi velur viðburði upp á samtals 10 stig.

Undirbúningur opinna daga, sem eru frá þriðjudegi til fimmtudags í næstu viku, er kominn á lokastig. Þessa daga verður ekki kennt samkvæmt stundaskrá heldur sækja nemendur námskeið eða aðra viðburði sem þeir hafa valið. Opnum dögum lýkur með árshátíð nemendafélagsins á fimmtudagskvöld. Á föstudag verður frí og skólinn lokaður. Við viljum benda nemendum á byrja að kynna sér dagskránna á http://embla.fva.is/od/ Einhver námskeið/viðburðir eiga eftir að bætast við.

Söngkeppni NFFA verður haldin þriðjudaginn 20. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 20:00. Skráning fer fram hjá Höllu Margréti formanni tónlistarklúbbs NFFA og á facebook síðu NFFA og lýkur mánudaginn 12. febrúar. Sigurvegari fer sem fulltrú FVA í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á næstu vikum. 

Please publish modules in offcanvas position.