Rafiðnadeild FVA fær gjöf frá Smith & Norland
Nemendur og kennarar rafiðnadeildar FVA hafa nokkrum sinnum heimsótt fyrirtækið Smith & Norland. Í framhaldi af því ákváðu starfsmenn og stjórnendur S&N að gefa rafiðnadeildinni ýmiss konar kennslubúnað og kom Jón Arnar starfsmaður fyrirtækisins í heimsókn og færði deildinni töfluskápa, gripvarrofa, hitamæla, straumspenna og neozed öryggi. Rafiðnadeildin er ákaflega þakklát fyrir búnaðinn sem á örugglega eftir að koma að góðum notum í framtíðinni og vonast eftir áframhaldandi samstarfi við S&N.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Hjálmur Geir Hjálmsson kennari, Hafliði Guðjónsson kennari, Jón Arnar starfsmaður S&N og Eiríkur Guðmundsson kennari.