tilllaga_malabraut
Tillaga um framtíðarskipan náms á málabraut (MB)
Fyrir liggur tillaga um að skipan náms á málabraut verði með eftirfarandi hætti þegar skólanámskrá verður löguð að nýtti aðalnámskrá.
Málabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á erlend tungumál. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum þar sem gerð er krafa um góða tungumálakunnáttu. Nám á málabraut tekur að jafnaði 8 annir.
Áfangar á málabraut (140 ein.)
Íslenska ÍSL 103, 203, 303, 403, 503 15 ein.
Stærðfræði STÆ 103, 203 6 ein.
Erlend tungumál
Danska* DAN 103, 203, 303 9 ein.
Enska ENS 103, 203, 303, 403, 503 15 ein.
3. erl. mál 103, 203, 303, 403 12 ein.
4. erl. mál 103, 203, 303, 403 12 ein. Samfélagsgreinar
Félagsfræði FÉL 103, 203 6 ein.
Landafræði LAN 103 3 ein.
Saga SAG 103, 203, 303 + 3 ein. 12 ein. Sálfræði SÁL 103 3 ein.
Uppeldisfræði UPP 103 3 ein.
Lífsleikni LKN 103 3 ein.
Náttúruvísindi NÁT 103, 113, 123 9 ein.
Tölvufræði eða upplýsingatækni + 3 ein. 3 ein.
Listgrein eða handverk + 3 ein. 3 ein.
Val milli bóklegra greina** + 9 ein. 9 ein.
Frjálst val + 9 ein. 9 ein.
Íþróttir ÍÞR 102, 202 + 4 ein. 8 ein.
*Í stað dönsku má taka norsku eða sænsku.
** Val milli bóklegra greina er samtals 9 einingar í einhverjum eftirtalinna námsgreina: bókfærsla, danska, eðlisfræði, efnafræði, enska, félagsfræði, franska, hagfræði, heimspeki, íslenska, jarðfræði, landafræði, líffræði, saga, sálfræði, stærðfræði, tölvufræði, uppeldisfræði, upplýsingatækni, viðskiptafræði og þýska.
Málabraut skv. aðalnámskrá frá 1999/2004