Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi (FVA) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi hafa gert með sér samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum Fjölbrautaskólans skólaárið 2017 - 2018. Íris Björg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, mun sinna starfi skólahjúkrunarfræðings.

Verkefni skólahjúkrunar eru:

  • Aðstoða nemendur vegna veikinda á skólatíma og veita fyrstu hjálp ef slys verða.
  • Bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur vegna hvers kyns heilsufarsvanda.
  • Vera tengill milli skólans og nemenda með heilsufarsvanda og eftir atvikum forráðamanna þeirra.
  • Aðstoða nemendur og vera þeim til ráðgjafar varðandi það að leita frekari aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins.

Á meðfylgjandi mynd eru Jónína Halla Víglundsdóttir áfangastjóri, Ragnheiður Björnsdóttir, Íris Björg Jónsdóttir skólahjúkrunarfræðingur, Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari og Rósa Marinósdóttir.

Please publish modules in offcanvas position.