Herbergi laus á heimavist

Vorferð starfsmanna

Skrifstofa skólans verður lokuð frá klukkan 12 í dag vegna vorferðar starfsmanna.

Brautskráning

Brautskráning nemenda á vorönn 2016 verður laugardaginn 28. maí. Athöfnin fer fram á sal skólans og hefst klukkan 14. Útskriftarnemar eiga að mæta klukkan 12.

Sjúkrapróf

Sjúkrapróf verða haldin á morgun, 19. maí sem hér segir:

Kl. 9:00 í eftirtöldum áföngum: 
DANS2BF05, EÐL2036, ENS4036, ENS5036, ENSK1GR05, ENSK3OB05, FÉLA1BY05, HBF1036, HJÚ2036, 
LÍFF2GR05, LÍFF3EF05, LÍFV1GN05, RAM6024, SAGA1ÞM05, SAGA2UN05, STR4024, STÆR3KV05, ÞÝS3036.


Kl. 13:00 í eftirtöldum áföngum: BÓK1036, EFNA2EH05, ÍSL5036LOL2036, SPÆN1BY05, STÆR2TL05.

Kl. 15:00 í STÆ6036.

Jákvæð sálfræði 223

Á vorönn hafa nemendur í áfanganum jákvæðri sálfræði (sál223) unnið að skemmtilegum verkefnum. Í síðustu viku fóru nemendur í gönguferð inn að Elínarhöfða en þar er Elínarsæti, listaverk eftir Guttorm Jónsson sem er líka hugleiðslusæti, en eitt af markmiðum áfangans er að stunda núvitund og þjálfast í kerfisbundinni slökun. Lokaverkefni nemenda var eitt stórt hvatningarlistaverk eða litlir litríkir miðar með hvetjandi orðum eða spakmælum sem var dreift til að hressa samnemendur í prófastressi. Kennari áfangans er Steinunn Eva Þórðardóttir. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

 

 

 

Dimission - lokahóf útskriftarnema

Í dag er lokahóf útskriftarnema (dimission). Hópurinn sem útskrifast í lok annar bauð starfsfólki skólans í morgunmat klukkan átta. Í síðasta tíma fyrir hádegi var svo skemmtun á sal. Eftir hádegi fór hópurinn í óvissuferð og gleðskap dagsins lýkur svo með dansleik nemendafélagsins í Gamla Kaupfélaginu. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

 

Úrslit stjórnarkjörs í nemendafélaginu

Aðalfundur nemendafélagsins var haldinn í hádeginu í dag. Í lok fundar voru úrslit stjórnarkjörs kynnt. Formaður fyrir næsta skólaár var kjörinn Jón Hjörvar Valgarðsson. Með honum í stjórn verða Einar Björn Þorgrímsson, Bjarki Aron Sigurðsson, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir, Brynja Rún Björnsdóttir, Ólafur Valur Sigurðarson og einn úr hópi nýnema sem kjörinn verður í ágúst. Varamaður í stjórn var kjörin Stefanía Berg Steinarsdóttir. Að loknum aðalfundi bauð nemendafélagið upp á pylsur.

 

Sumarleiga á heimavist

Eggert Hjelm Herbertsson hefur tekið á leigu heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands sumarið 2016. Eggert rekur einnig gistiheimili í Kirkjuhvoli og í gamla Apotekinu á Suðurgötu.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00