Hjólum í skólann

Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram dagana 10. til 16. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Starfsfólk og nemendur framhaldsskóla eru hvattir til að vera með. Skráning og upplýsingar á vefnum http://www.hjolumiskolann.is/

Gönguferð í lífsleikni

Í morgun fóru nemendur í lífsleikni (LKN103) í gönguferð. Myndin hér að neðan var tekin þegar hópurinn stoppaði á Akratorgi.

Nýnemadagur - ferð í Fannahlíð og Langasandssprell

Í gærmorgun fóru nýnemar með rútum í Fannahlíð og voru komnir þangað um klukkan níu. Þar var farið í leiki og grillaðar pylsur. Nýnemar kusu fulltrúa sinn í stjórn nemendafélagsins. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt á dansleik félagsins í gærkvöldi. Það var Björn Ingi Bjarnason sem hlaut flest atkvæði. Hann lauk tíunda bekk Brekkubæjarskóla í vor. 
   Eftir að komið var til baka úr Fannahlíð fóru þeir sem vildu á Langasand og gerðu æfingar undir stjórn eldri nemenda. Myndin hér að neðan var tekin á sandinum. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

 

Útför Úrsúlu Írenu Karlsdóttur

Úrsúla Írena Karlsdóttir sem kenndi þýsku við skólann frá 1986 til 2009 lést þann 11. júlí síðastliðin. Úrsúla var fædd 22. júlí 1944 og hefði því orðið sjötug í sumar. Hún verður jarðsett í dag, 25. ágúst.

Skólasetning og ratleikur nýnema

Í morgun var skólasetning og að henni lokinni hittu nýnemar umsjónarkennara sína og fóru í ratleik sem jafnframt var fræðsla um skólann. Fyrsti hópur í mark var skipaður þrem stúlkum úr umsjónarhópi Helenu Valtýsdóttur, þeim Erlu Dís Guðmundsdóttur, Sunnu Rós Sigmundsdóttur og Lindu Maríu Rögnvaldsdóttur. Á myndinni til vinstri eru þær með viðurkenningu sem þær fengu fyrir sigurinn.
   Eftir ratleikinn var nýnemum boðinn hádegisverður í mötuneyti skólans. Á myndinni til hægri sjást nokkrir úr hópnum í biðröð eftir matnum.

Stundatöflur - tilkynningar

Nemendur geta nú séð stundatöflur sínar í Innu og í Plútó. Hægt er að sækja um töflubreytingar í Plútó til klukkan 24 mánudaginn 25. ágúst. Vakin er athygli á mikilvægum tilkynningum í Plútó, m.a. um tímasetningar við upphaf skólaárs.

Bókalisti haustannar 2014 er kominn á vefinn

Krækja í bókalista haustannar 2014 er undir „Ýmislegt“ hér til hægri.

Dagsetningar við upphaf haustannar 2014

Fimmtudagur 21. ágúst: Heimvistin opnar og íbúar geta flutt inn á herbergi sín klukkan 16.
Föstudagur 22. ágúst: Skólasetning klukkan 10; Dagskrá fyrir nýnema til klukkan 14; Kynningarfundur um nám með vinnu klukkan 17.
Mánudagur 25. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.
Miðvikudagur 27. ágúst: Nýnemadagur, nemendur sem luku grunnskóla í vor fara í ferð fyrir hádegi. Langasandssprell nemendafélagsins eftir hádegi og ball um kvöldið.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00