Útskrift á vorönn 2017

Útskriftarhópurinn ásamt Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara og Dröfn Viðarsdóttur aðstoðarskólameistara

Í dag voru 72 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2017; Sveinn Þór Þorvaldsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og fyrrverandi nemandi skólans flutti ávarp. Anna Chukwunonso Eze hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2017.

Lesa meira...

Opinn kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA

Sveinspróf

Um síðustu helgi þreyttu sex nemendur skólans sveinspróf í húsasmíði. Það voru þau Ingileif Egilsdóttir, Páll Vignir Þorbergsson, Kristmundur Helgi Guðmundsson, Símon Bergur Sigurgeirsson, Benidikt Stephan Jóhannesson og Símon Kristinn Þorkelsson. Þau náðu góðum árangri á skriflega- og verklega hluta prófsins. Prófstykkið var turnþak. Stjórnendur og kennarar skólans óska þeim innilega til hamingju með áfangann. Á meðfylgandi mynd má sjá nemendur ásamt kennurum og prófdómara. Fleiri myndir eru á facebooksíðu skólans.

Laus herbergi á heimavist næsta skólaár

Sjúkrapróf mánudaginn 22. maí

Mánudaginn 22. maí verða sjúkraprófin haldin sem hér segir

Próf                            KL
BÓKF1IN05               09:00
DANS2BF05              09:00
ENSK1GR05             09:00
ÍSLE2HB05                09:00
ÍSLE3BS05                09:00
NÆR1GR05              09:00

Lesa meira...

Vorprófin hefjast

Í gær var síðasti kennsludagur annarinnar og hefjast vorprófin á morgun, föstudag. Aðgangur nemenda að námsferlum og einkunnum í Innu var lokað í morgun og opnar aftur eftir hádegi mánudaginn 22. maí. Mánudaginn 22. maí verða sjúkrapróf og þriðjudaginn 23. maí verður prófsýning kl. 11:00. Við hvetjum nemendur til að kynna sér opnunartíma skólans yfir prófadagana sem og prófareglur. Þá vekjum við einnig athygli á því að opnunartími skrifstofu breytist og verður nú lokað í hádeginu á milli 12:00-12:30.

Verðlaunahafar hreyfikortsis

 Í fyrstu frímínútum dagsins var dregið úr stimpluðum hreyfikortum. Í upphafi skólaárs fengu allir nemendur og starfsmenn s.k. hreyfikort og á skólaárinu hafa verið haldnir sjö hreyfiviðburðir og þeir sem tóku þátt fengu stimpil á kortið sitt. Kortunum var síðan safnað saman eftir skólahlaup FVA s.l. miðvikudag og dregið úr þeim í morgun. Fyrirtæki í bænum gáfu vinningana og viljum við koma á framfæri þökkum fyrir góðar undirtektir. Styrktaraðilar hreyfikortsins eru: Apótek Vesturlands, Bíóhöllin Akranesi, Bootcamp Akranesi, Galito, Hár Studio, Hárhús Kötlu, Heilsan mín, ÍA, Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum, Metabolic Akranesi, Norðanfiskur, PrentMet, Rakarastofa Gísla, Snyrtistofan Face, Spinning Elsu, Subway, Tabata Akranesi, Verslunin Model og Verslunin Nína.

Lesa meira...

Dimission - lokahóf útskriftarnema

Í dag er lokahóf útskriftarnema. Hópurinn sem útskrifast í lok annar bauð starfsfólki skólans í morgunmat klukkan átta og klukkan 9:30 var svo skemmtun á sal. Að því loknu fór hópurinn í óvissuferð og gleðskap dagsins lýkur svo með dansleik nemendafélagsins í kvöld. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00