Skrifstofa opin til hádegis á miðvikudag

Á miðvikudag í dymbilviku, 16. apríl, er skrifstofa skólans lokuð frá hádegi. Hún opnar aftur á þriðjudag í páskaviku, 22. apríl.

Úrslit í stærðfræðikeppni

Föstudaginn 11. apríl var athöfn á sal skólans klukkan 16:30 þar sem afhendar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni fyrir unglingastig grunnskóla. Þeim tíu efstu úr hverjum árgangi var boðið að koma og taka við viðurkenningarskjölum. Auk viðurkenningarskjala fengu þrír efstu úr hverjum árgangi peningaverðlaun, 20.000 krónur fyrir fyrsta sæti, 15.000 fyrir annað sæti og 10.000 fyrir þriðja sæti.
   Keppnin var haldin 11. mars og var það í sextánda sinn sem skólinn bauð nemendum áttundu, níundu og tíundu bekkja grunnskóla á Vesturlandi að keppa í að leysa stærðfræðiþrautir. Að þessu sinni voru keppnisgögn voru búin til af kennurum Fjölbrautaskóla Vesturlands og notuð við þrjá skóla. Hinir tveir voru Borgarholtsskóli og Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
   Þátttakendur voru samtals 138 sem er fjölgun frá í fyrra þegar þeir voru 128. Þeir komu úr Auðarskóla, Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum, Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi, Heiðarskóla, Lýsuhólsskóla og Klébergsskóla.
   Eins og undanfarin ár var kostnaður við keppnina, að veitingum og verðlaunafé meðtöldu, greiddur af Norðuráli.
   Hér fer á eftir listi yfir nemendur í tíu efstu sætum úr hverjum árgangi. Þeir sem voru í sætum 4 til 10 eru taldir upp í stafrófsröð. Þar sem voru tveir jafnir í tíunda sæti eru talin ellefu nöfn. Á myndinni eru þrír efstu úr hverjum árgangi.

 
8. bekkur
- Bjartur Finnbogason, Grundaskóla, 1. sæti
- Aníta Jasmín Finnsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 2. sæti
- Aron Máni Nindel Haraldsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum, 3 sæti
- Andri Freyr Eggertsson, Grundaskóla, 4. til 10. sæti
- Eydís Lilja Kristínardóttir, Auðarskóla, 4. til 10. sæti
- Kristmann Dagur Einarsson, Grundaskóla, 4. til 10. sæti
- Oliver Konstantínus Hilmarsson, Brekkubæjarskóla, 4. til 10. sæti
- Ragnar Líndal Sigurfinnsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi, 4. til 10. sæti
- Svava Kristín Jónsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
- Þorgrímur Magnússon, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
 
9. bekkur
- Halla Margrét Jónsdóttir, Brekkubæjarskóla, 1. sæti
- Steinþór Logi Arnarsson, Auðarskóla, 2. sæti
- Svavar Örn Sigurðsson, Brekkubæjarskóla, 3. sæti
- Alexander Helgi Sigurðsson, Brekkubæjarskóla, 4. til 10. sæti
- Bjarni Guðmann Jónsson, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
- Eiríkur Hilmar Eiríksson, Brekkubæjarskóla, 4. til 10. sæti
- Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
- Kári Haraldsson, Klébergsskóla, 4. til 10. sæti
- Kristján Elí Hlynsson, Heiðarskóla, 4. til 10. sæti
- Logi Örn Axel Ingvarsson, Heiðarskóla, 4. til 10. sæti
- Sveinn Logi Kristinsson, Grundaskóla, 4. til 10. sæti
 
10.bekkur
- Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 1. sæti
- Anna Chukwunonso Eze, Grundaskóla, 2. sæti
- Selma Dís Hauksdóttir, Brekkubæjarskóla, 3. sæti
- Árni Teitur Líndal Þrastarson, Grundaskóla, 4. til 10. sæti
- Bergþóra Hrönn Hallgrímsdóttir, Brekkubæjarskóla, 4. til 10. sæti
- Björk Gísladóttir, Lýsuhólsskóla, 4. til 10. sæti
- Margrét Helga Magnúsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
- Matthías Finnur Vignisson, Brekkubæjarskóla, 4. til 10. sæti
- Patrekur Björgvinsson, Brekkubæjarskóla, 4. til 10. sæti
- Sindri Þór Harðarson, Grundaskóla, 4. til 10. sæti
- Vigdís Erla Sigmundsdóttir, Heiðarskóla, 4. til 10. sæti
 
Í 8. bekk var meðaltalið 29 stig, af 100 mögulegum, miðgildi 26 stig og besta lausnin var upp á 70 stig. Í 9. bekk var meðaltalið 22 stig miðgildið 21 stig og besta lausnin var upp á 73 stig. Í 10. bekk var meðaltalið 29 stig miðgildið 30 stig og besta lausnin var upp á 60 stig. Krækjur í keppnisgögn eru hér að neðan.

Red Cross Nordic United World College

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi. Skólinn er rekinn sameiginlega af Norðurlöndunum í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Sjá nánar á http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7990.

Niðurstöður skólaþings

Teknar hafa verið saman helstu niðurstöður skólaþingsins sem haldið var 25. febrúar. Þær eru í PDF-skrá sem er krækt í neðan við þessa frétt.

Viðhengi:
Hlaða þessu skjali niður (Nidurstodur_skolathings_25_feb_2014.pdf)Niðurstöður skólaþings298 Kb

Breyting á skóladagatali vorannar 2014

Til að bæta að nokkru kennslutap í verkfalli verður bætt við 5 kennsludögum eftir páska. Þessir dagar eru:

 - 22. apríl (þriðjudagur eftir páska)
 - 23. apríl (miðvikudagur eftir páska)
 - 05. maí (átti að vera fyrir próf/námsmat utan próftöflu)
 - 06. maí (átti að vera fyrsti prófdagur samkvæmt próftöflu)
 - 07. maí (átti að vera annar prófdagur samkvæmt próftöflu)

Prófum í próftöflu verður þjappað á 8 daga og próf haldin á tímabilinu 8. til 19. maí. Sjúkrapróf verða 20. maí (ekki 19. maí eins og til stóð). Prófsýning verður 21. maí (ekki 20. maí eins og til stóð). Brautskráning verður 24. maí eins og áætlað var. 
   Nemendur eru mjög eindregið hvattir til að mæta vel og nýta sem best tímann til annarloka.

Afhending viðurkenninga fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni

Næsta föstudag, 11. apríl, klukkan 16:30 til 17.30 verður athöfn á sal skólans þar sem verða afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni fyrir áttundu, níundu og tíundu bekki. Tíu efstu keppendum í hverjum árgangi eða boðið að mæta og taka við viðurkenningum.

Samningar tókust í gær - verkfalli frestað

Í gær var undirritaður kjarasamningur milli fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands. Á mánudag eru kennarar boðaðir á fund klukkan 8:00 til 8:20 svo verður kennsla samkvæmt stundaskrá frá klukkan 8:30. 
   Helgarkennsla í húsasmíði hófst í morgun og á myndinni hér að neðan er Sigurgeir Sveinsson kennari og nokkrir nemenda hans að læra teikningu. Myndin var tekin um klukkan 10 í morgun í kennslustund sem ef til vill var sú fyrsta á landinu eftir verkfall.
   Breytingar á skóladagatali verða kynntar á vef skólans á mánudag. Þá verður einnig tilkynnt hvenær viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni verða veittar.

Vakin er athygli á kynningarfundi um raunfærnimat 14. apríl

Haldinn verður kynningarfundur um raunfærnimat mánudaginn 14. apríl klukkan 17:30 í húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi. Allir eru velkomnir og þeir sem eru orðnir 25 ára og hafa starfað við iðngrein án þess að hafa lokið sveinsprófi eru sérstaklega hvattir til að mæta. Sjá auglýsingu í viðhengi sem krækt er í hér að neðan.
 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00