Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní vegna sumarleyfa starfsfólks.
Opnum aftur 4. ágúst kl. 10:00.
Gleðilegt sumar.

Brautskráning og skólaslit 28. maí 2016

Laugardaginn 28. maí síðastliðinn voru 37 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2016 og Sævar Berg Sigurðsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016.


Við athöfnina fluttu Halla Margrét Jónsdóttir, Símon Orri Jóhannson, Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson nokkur lög.

Fyrir athöfnina tóku Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir mynd af hópnumFyrir athöfnina tóku Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir mynd af hópnum

Lesa meira...

Sveinspróf í húsasmíði

Nú í maí þreyttu 6 af nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sveinspróf í húsasmíði. Þeir eru Leó Jónsson, Björgvin Andri Garðarson, Guðjón P Hjaltalín, Nökkvi Rúnarsson, Jóhannes Ólafsson og Garðar Guðlaugur Garðarsson. Þeir náðu góðum árangri bæði á skriflega- og verklega hluta prófsins. Prófstykkið var snúinn stigi. Stjórnendur og kennarar skólans óska þeim til hamingju með áfangann.

Á myndinni eru nemendur, kennarar og prófdómariÁ myndinni eru nemendur, kennarar og prófdómari

Herbergi laus á heimavist

Vorferð starfsmanna

Skrifstofa skólans verður lokuð frá klukkan 12 í dag vegna vorferðar starfsmanna.

Brautskráning

Brautskráning nemenda á vorönn 2016 verður laugardaginn 28. maí. Athöfnin fer fram á sal skólans og hefst klukkan 14. Útskriftarnemar eiga að mæta klukkan 12.

Sjúkrapróf

Sjúkrapróf verða haldin á morgun, 19. maí sem hér segir:

Kl. 9:00 í eftirtöldum áföngum: 
DANS2BF05, EÐL2036, ENS4036, ENS5036, ENSK1GR05, ENSK3OB05, FÉLA1BY05, HBF1036, HJÚ2036, 
LÍFF2GR05, LÍFF3EF05, LÍFV1GN05, RAM6024, SAGA1ÞM05, SAGA2UN05, STR4024, STÆR3KV05, ÞÝS3036.


Kl. 13:00 í eftirtöldum áföngum: BÓK1036, EFNA2EH05, ÍSL5036LOL2036, SPÆN1BY05, STÆR2TL05.

Kl. 15:00 í STÆ6036.

Jákvæð sálfræði 223

Á vorönn hafa nemendur í áfanganum jákvæðri sálfræði (sál223) unnið að skemmtilegum verkefnum. Í síðustu viku fóru nemendur í gönguferð inn að Elínarhöfða en þar er Elínarsæti, listaverk eftir Guttorm Jónsson sem er líka hugleiðslusæti, en eitt af markmiðum áfangans er að stunda núvitund og þjálfast í kerfisbundinni slökun. Lokaverkefni nemenda var eitt stórt hvatningarlistaverk eða litlir litríkir miðar með hvetjandi orðum eða spakmælum sem var dreift til að hressa samnemendur í prófastressi. Kennari áfangans er Steinunn Eva Þórðardóttir. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

 

 

 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00