Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2016-2017 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema

Þriðjudaginn 13. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.

Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.

Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00.
Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta umsjónarkennara barna sinna.

Nýnemadagur

Nýnemadagur var haldinn 26.ágúst. Boðið var upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör réð ríkjum. Nýnemar fóru með rútum í Fannahlíð þar var farið í leiki og grillaðar pylsur. Eftir að komið var til baka úr Fannahlíð fóru þeir sem vildu á Langasand og gerðu æfingar undir stjórn eldri nemenda. Nýnemar kusu fulltrúa sinn í stjórn nemendafélagsins. Það var Guðjón Snær Magnússon sem hlaut flest atkvæðiFleiri myndir eru á facebook síðu skólans.

   

 

 

Skólahjúkrunarfræðingur

FVA og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hafa gert gert með sér samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum Fjölbrautaskólans skólaárið 2016 - 2017. Íris Björg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð HVE á Akranesi, mun sinna starfi skólahjúkrunarfræðings en verkefni skólahjúkrunar eru m.a. að aðstoða nemendur vegna veikinda á skólatíma, veita ráðgjöf, bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur vegna hvers kyns heilsufarsvanda, vera tengill milli skólans og nemenda með heilsufarsvanda og eftir atvikum forráðamanna þeirra og aðstoða nemendur og vera þeim til ráðgjafar varðandi það að leita frekari aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins.

 

 

Breytingar á mötuneyti FVA

Í sumar urðu breytingar á mötuneyti FVA. Ný framleiðslulína og glæsilegur salatbar var tekin í notkun. Matseðil vikunnar má nálgast á heimasíðu skólans.

 

 

Kvöldskóli í vélvirkjun

Stundaskrá kvöldskólans er komin á heimasíðuna undir Vélvirkjanám með vinnu. Við viljum biðja nemendur að kynna sér dagsetningar námsins vel og fljótlega munu koma fréttir um hópaskiptingu í verknámi. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á deildarstjóra málmtæknisviðs sem er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skólasetning 17. ágúst

Þann 17. ágúst var skólinn settur og tekið var á móti nýnemum á sal skólans. Að skólasetningu lokinni hittu nýnemar umsjónarkennara sína og fóru í ratleik sem jafnframt var fræðsla um skólann. Eftir ratleikinn var nýnemum boðinn hádegisverður í mötuneyti skólans.

 

Töflubreytingar

Opnað var fyrir stundatöflur nemenda í INNU í gær og geta nemendur nú óskað eftir töflubreytingum í INNU. Lokað verður fyrir umsóknir um töflubreytingar kl. 15. föstudaginn 19. ágúst. Umsóknir verða afgreiddar jafnóðum eins og hægt og stefnt er að því að allar umsóknir séu afgreiddar kl. 12. mánudaginn 22. ágúst. Þegar umsókn er samþykkt þá breytist taflan í INNU og eru nemendur beðnir um að fylgjast með töflunum sínum þar. 

Leiðbeiningar með umsóknum um töflubreytingar er að finna hér

Ný stokkatafla (stundatafla) verður tekin í notkun á haustönninni og hana má sjá hér

Listi yfir áfanga í skólanum og stokka sem þeir tilheyra er að finna  hér

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00