Bókalisti haustannar 2014 er kominn á vefinn

Krækja í bókalista haustannar 2014 er undir „Ýmislegt“ hér til hægri.

Dagsetningar við upphaf haustannar 2014

Fimmtudagur 21. ágúst: Heimvistin opnar og íbúar geta flutt inn á herbergi sín klukkan 16.
Föstudagur 22. ágúst: Skólasetning klukkan 10; Dagskrá fyrir nýnema til klukkan 14; Kynningarfundur um nám með vinnu klukkan 17.
Mánudagur 25. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.
Miðvikudagur 27. ágúst: Nýnemadagur, nemendur sem luku grunnskóla í vor fara í ferð fyrir hádegi. Langasandssprell nemendafélagsins eftir hádegi og ball um kvöldið.

Niðurstöður mats á vorönn 2014

Niðurstöður innra mats á vorönn 2014 eru komnar á vef skólans (sjá undir skjöl hér neðst til hægri).
   Niðurstöður könnunarinnar Stofnun ársins 2014 liggja frammi á vef SFR. Fjölbrautaskóli Vesturlands er þar í 22. sæti af 79 ríkisstofnunum sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri.

Opnunartími skrifstofu í sumar

Frá og með 21. júní er skrifstofa skólans lokuð vegna sumarleyfis. Hún opnar að loknu sumarleyfi klukkan 10 þriðjudaginn 5. ágúst. Pósti sem er sendur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eftir 13. júní verður ekki svarað fyrr en eftir sumarleyfi.
   Þeim sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð er bent á að snúa sér beint til Atla Harðarsonar skólameistara (sími 897 4190) eða Jens B. Baldurssonar aðstoðarskólameistara (sími 897 5148). Hægt er að skrifa þeim á póstföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Fjarmenntaskólinn

Við Fjarmenntaskólann býðst nemendum að stunda nám á mörgum brautum. Meðal þess sem er í boði er félagsliðanám, fjallamennskunám, húsasmíðanám, kvikmyndanám, listljósmyndun, myndlist, nám fyrir skólaliða, námsbraut fyrir leikskólaliða, pípulagnir, sjúkraliðabraut, skapandi tónlist, skrifstofu- og verslunarbraut, stuðningsfulltrúanám og tækniteiknun.
   Fjarmenntaskólinn er samstarfsverkefni tíu framhaldsskóla. Þeir eru Fjölbrautaskóli Vesturlands, Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.
   Nánari upplýsingar eru á vefnum www.fjarmenntaskolinn.is

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

Vakin er athygli á að frestur til að sækja um styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands rennur út 5. júní. Nýnemar sem hefja nám á haustönn 2014 geta sótt um styrki að fjárhæð 300.000 kr. auk niðurfellingar skrásetningargjalda. Sjá nánar á vef Háskóla Íslands.

Starfsmannaferð til Berlínar

Síðasta sunnudag fór 30 manna hópur í starfsmannaferð til Berlínar þar sem framhaldsskólar voru heimsóttir. Flestir ferðalangarnir komu heim í gær en nokkrir urðu eftir. Myndin hér að neðan var tekin í kynnisferð um borgina á mánudaginn.

Skólaslit - 53 nemendur brautskráðir frá skólanum

Í dag, 24. maí, voru 53 nemendur, 18 stúlkur og 35 piltar, brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í hópnum eru 39 sem eiga lögheimili á Akranesi, 10 eru frá öðrum stöðum á Vesturlandi og 4 eiga lögheimili utan fjórðungsins: á Ítalíu, í Noregi, Rangárþingi og Reykjavík.  
   Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Jens B. Baldursson aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2014. Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Heiðmar Eyjólfsson, Hjördís Tinna Pálmadóttir, Kristinn Bragi Garðarsson og Sigurlaug Rún Hjartardóttir, sem öll eru nemendur við skólann, fluttu tónlist við athöfnina.


Eftir athöfnina tóku Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir mynd af hópnum

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Hann skiptist jafnt milli tveggja umsækjenda sem eru Ahmad Husam Ahmad Al Hassan og Dagbjört Inga Grétarsdóttir. 
   Veitt var viðurkenning úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar fyrir framúrskarandi námsárangur. Hana hlaut Sólveig Rún Samúelsdóttir sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut 21. desember síðastliðinn. 
   Viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2014 hlaut Dagbjört Inga Grétarsdóttir. Verðlaun Kötlu Hallsdóttur og Ínu Dóru Ástríðardóttur fyrir bestan árangur í verklegum greinum hlaut Lárus Stefán Ingibergsson.


Dagbjört Inga Grétarsdóttir fékk viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2014

Eftirtaldir útskriftarnemar hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn gefenda eru innan sviga.
  • Arianna Milighetti fyrir góðan námsárangur (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
  • Björn Þór Björnsson fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Rótarýklúbbur Akraness). 
  • Dagbjört Inga Grétarsdóttir fyrir ágætan árangur í raungreinum og í stærðfræði (Háskólinn í Reykjavík), fyrir ágætan árangur í íslensku og sögu (Íslandsbanki á Akranesi) og fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið). Dagbjört fékk einnig viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi á vorönn 2014.
  • Gylfi Sigurðsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í vélvirkjun (Elkem Ísland).
  • Lárus Stefán Ingibergsson fyrir bestan árangur í verklegum greinum á burtfararprófi af iðnbraut á vorönn 2014 (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir).
  • Sigríður Lína Daníelsdóttir fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum (Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands).
  • Silvía Sif Ólafsdóttir fyrir ágætan árangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands), fyrir ágætan árangur í íslensku (Landsbankinn á Akranesi), fyrir ágætan árangur í ensku og dönsku (Eymundsson Akranesi) og fyrir ágætan árangur í frönsku (Norðurál).
  • Tómas Alexander Árnason fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). 
Í lokin óskaði skólameistari útskriftarnemum til hamingju og sagðist vona að þeir héldu áfram að læra og þroskast og hefðu dugnað, hugrekki og vit til að nota menntun sína þannig að hún yrði öðru fólki til gagns og gleði. (Listi yfir útskrifaða nemendur.)
 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00